Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ voru á dögunum færðar 1,5 milljón króna í gjöf frá Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði.
Félag þetta var formlega lagt niður fyrr á þessu ári og var ákveðið að fjármunir þess færu í góðgerðarstarf.
Fyrir hönd félagsins komu Ragnar Victor Eiríksson og Helgi Eiríksson (í Lumex) og við skemmtilega athöfn í matsal Heilsustofnunar færðu þeir Hollvinum þessa veglegu gjöf.
Tilgangur Hollvina er að hlúa að Heilsustofnun og hafa þessi 11 ára samtök safnað tugum milljóna sem hafa runnið óskert til Heilsustofnunar.