Glæsileg gjöf frá Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði

Hollvinasamtökum Heilsustofnunar NLFÍ voru á dögunum færðar 1,5 milljón króna í gjöf frá Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði.

Félag þetta var formlega lagt niður fyrr á þessu ári og var ákveðið að fjármunir þess færu í góðgerðarstarf.

Fyrir hönd félagsins komu Ragnar Victor Eiríksson og Helgi Eiríksson (í Lumex) og við skemmtilega athöfn í matsal Heilsustofnunar færðu þeir Hollvinum þessa veglegu gjöf.

Tilgangur Hollvina er að hlúa að Heilsustofnun og hafa þessi 11 ára samtök safnað tugum milljóna sem hafa runnið óskert til Heilsustofnunar.

Fyrri greinSkyrgerð og heimildarmynd um gos í Heimaey meðal hæstu styrkþega
Næsta greinStarfsmaður slökkti eld í loftljósi