Ný reiðhöll Eldhesta á Völlum í Ölfusi var vígð í dag á glæsilegri opnunarhátíð.
Höllin er 60×26 m límtréshús og þar er góð aðstaða til hestasýninga og reiðkennslu. Í húsinu er áhorfendasvæði og kaffi- og búningsaðstaða.
Vígslan í dag hófst á stuttri kynningu á fyrirtækinu og þar á eftir stóðu starfsmenn og velunnarar fyrirtækisins að glæsilegri hestasýningu.
Hróðmar Bjarnason, framkvæmdastjóri Eldhesta, sagði í ræðu sinni við vígslu hallarinnar að markmiðið hafi alltaf verið að byggja reiðhöll. „Svo að þetta er gamall draumur að rætast.“