Fjölmargar ábendingar og tilnefningar bárust í jólaskreytingasamkeppni Rangárþings eystra þar sem bent var á fallegar skreytingar bæði á Hvolsvelli og í dreifbýlinu.
Það var þó eitt hús og garður sem stóð upp úr að þessu sinni en skreytingaverðlaunin fóru til fjölskyldunnar á Hvolsvegi 18 á Hvolsvelli. Þar búa þau Eyrún Elvarsdóttir og Jóhann Gunnar Böðvarsson ásamt fjórum börnum sínum, þeim Böðvari, Sæþór, Snorra og Sólrúnu.
Í umsögn dómnefndar segir að skreytingarnar í garðinum séu mjög metnaðarfullar og smekklega settar upp og stór snjókarl, byggður milli tveggja trjáa, vekur mikla athygli vegfarenda.


