Verktakafélagið Glaumur ehf. í Garðabæ bauð lægst í gerð sandfangara í fjörunni við Vík í Mýrdal.
Tilboð voru opnuð í dag á skrifstofu Siglingastofnunar en fimm verktakar buðu í gerð sandfangarans.
Tilboð Glaums hljóðaði upp á 119,7 milljónir króna og er aðeins 68% af kostnaðaráætlun hönnuða sem var tæpar 175 milljónir króna.
Um er að ræða 276 metra langan grjótgarð sem gengur beint út í sjó útfrá Víkurþorpi. Garðurinn á að fanga sand og koma í veg fyrir landbrot af völdum sjógangs fyrir framan þorpið. Verkinu á að vera lokið þann 30. september nk.
Aðrir verktakar sem áttu tilboð voru KNH sem bauð 135,3 milljónir króna, Suðurverk 144 milljónir, Árni Helgason og Ísar ehf 177,8 miljónir og Skagfirskir verktakar 179 milljónir króna.