Það er ekki hægt að segja annað en að glatt hafi verið á hjalla í Menntaskólanum að Laugarvatni alla síðustu viku.
Ýmsir viðburðir voru á vegum nemendafélagsins, t.d. var ratleikur fyrir nýnema á þriðjudeginum og á fimmtudag lauk kennslu fyrr en stundatafla sagði til um og nemendur fóru í leiki og skemmtu sér saman.
Rúsínan í pylsuenda nýnemaviku er svo að sjálfsögðu gleðigangan svokallaða, sem fer á undan hefðbundinni skírn nýnema vatninu.
Myndasafn frá viðburðinum má sjá hér, en myndirnar tók Ívar Sæland ljósmyndari.