Klukkan 8 í morgun var 18°C hiti og sól á Lyngdalsheiði, Árnesi í Gnúpverjahreppi og Básum á Goðalandi.
Langþreyttir Sunnlendingar geta nú tekið gleði sína á ný og rifið sig úr pollagallanum því Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, breytilegri átt og hita allt yfir 20°C í uppsveitum Árnessýslu í dag. Þó má búast við þoku við ströndina.
Norska veðurstofan gerir ráð fyrir prýðilegu veðri næstu daga en búast má við hæglætisveðri og úrkomu um næstu helgi.