Í Árnessýslu var mikil umferð um helgina og erill hjá lögreglu. Kótelettuhátíðin fór vel fram á Selfossi þar sem gleðin og ánægjan réð ríkjum.
Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ung kona hafi ökklabrotnað við Hvíta húsið á Selfossi og karlmaður er talinn ökklabrotinn eftir að hafa misstigið sig á leið út úr hjólhýsi á Selfossi.
Lögreglu bárust fimm tilkynningar um slys á ökumönnum torfæruhjóla í fyrstu umferð Íslandsmóts í motocrossi sem fór fram á Selfossi á laugardag. Einn ökumanna hlaut beinbrot og hinir sluppu með minni háttar meiðsli. Ekki er vitað til að svo margir hafi slasast í slíkri keppni á einum degi í þessari braut.