
Verslunin Lindex á Selfossi hélt sitt árlega Vorkvöld í kvöld. Konur á öllum aldri hittust í versluninni og höfðu gaman saman innan um fallegan og litríkan fatnað.
Olga stílisti var á staðnum og gaf góð ráð, vörukynningar voru frá Hermosa, Kurasahi, Tropic, doTerra ilmkjarnaolíum, Coco Coast og MS. Að auki var 20% afsláttur af öllum vörum í versluninni sem fjölmargir nýttu sér.
Búbblur voru í boði fyrir gesti og léttar veitingar frá GK bakarí. Gestum gafst einnig tækifæri á að vinna gjafabréf frá versluninni og gjafapokar voru fyrir fyrstu viðskiptavinina.





















