Framsæknar hugmyndir um sorpurðunar- og flokkunarsvæði vestan við Þorlákshöfn eru nú ræddar meðal stjórnarmanna í Sorpstöð Suðurlands.
Undirtektir hafa verið jákvæðar hjá sveitarstjórn Ölfuss um að slík aðstaða rísi þar í náinni framtíð. Litið er til þess að fá fleiri sveitarfélög á suðvesturhorni landsins til samstarfs um uppbyggingu iðnaðarsvæðis þar sem fram færi meðhöndlun, flokkun og endurvinnsla á sorpi og lífrænum úrgangi.
Með því að taka á móti sorpi frá höfuðborgarsvæðinu og mögulega landinu öllu að einhverju leyti, væri hægt að nota höfnina í Þorlákshöfn sem móttökustað sorps sem og útflutningshöfn fyrir afurðir sem unnar eru úr sorpi.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT