Í annarri veiðivikunni í Veiðivötnum veiddust 2.319 fiskar, 718 urriðar og 1.601 bleikja. Mestur afli kom úr bleikjuvötnunum, Langavatni, Nýjavatni, Kvíslarvatni og Snjóölduvatni.
Litlisjór var bestur af urriðavötnunum. Þar fékkst 221 fiskur í annari viku.
Alls hafa 4.483 fiskar komið á land í vötnunum það sem af er sumri, sem er nokkru minna en undanfarin ár. Mestu munar þar um lakari veiði í Litlasjó.
Meðalþyngd fiska úr vötnunum er 2,08 pd. Hæst er meðalþyngdin 5,32 pd í Grænavatni. Stærsti fiskurinn það sem af er veiðitímanum er 12,0 pd urriði úr Grænavatni. Hann veiddist á maðk þann 1. júlí.