Góð Jónsmessuhelgi hjá löggunni

Fjöldi manns var í Árnessýslu um helgina og gengu bæði umferð og mannfagnaðir vel að sögn lögreglu. Allt fór fram án teljandi óhappa þó einhverjar stimpingar hafi átt sér stað hér og þar.

Á Eyrarbakka kom fólk saman og fagnaði Jónsmessu og á Selfossi voru margir samankomnir á landsmót Fornbílaklúbbsins. Þá voru fjölmargir á ferðinni í uppsveitum Árnessýslu.

Í liðinni viku var 91 ökumaður kærður fyrir ýmiss konar umferðarlagabrot. Þar af voru 63 kærðir fyrir hraðakstur, tólf fyrir að hafa ekki notað öryggisbelti, tveir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna og einn fyrir ölvunarakstur.

Fyrri greinTARK mun hanna Hamar
Næsta greinSluppu vel úr veltu