Góð kjörsókn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi

Kjörfundi lauk í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kl. 18:45, fyrst allra sunnlensku sveitarfélaganna.

Þátttaka í kosningunum var góð. Á kjörskrá eru 370 manns og skiluðu 324 sér í kjörklefann eða 87,57%.

Þrír listar buðu fram í hreppnum, E-listi Einingar, K-listi farsælla framfarasinna og N-listi nýrra tíma nýs afls.

Von er á að úrslit liggi fyrir í Skeiða- og Gnúpverjahreppi um kl. 21.

Fyrri greinKosningavaka sunnlenska.is í kvöld
Næsta grein79% kusu í Ásahreppi