Tæplega 400 manns hafa skráð sig á Facebook í opnar æfingar í KraftBrennzlunni á Selfossi næstkomandi laugardag til styrktar Tönju Kolbrúnu Fannarsdóttur og fjölskyldu.
Tanja Kolbrún er þriggja ára gömul og greindist á dögunum með hvítblæði. Til þess að styðja við bakið á fjölskyldunni hafa vinir og velunnarar boðað til opinna æfinga í KraftBrennzlunni laugardaginn 2. maí kl. 10:00, 11:15 og 12:30.
Aðgangseyrir inn á æfingarnar eru 1.500 krónur og rennur upphæð söfnunarinnar óskipt til Tönju og fjölskyldu. Ennþá er hægt að bætast í hópinn og allir eru velkomnir í hreyfingu sem ætti að henta öllum.
Frjáls framlög eru að sjálfsögðu vel þegin en hægt er að leggja inn á söfnunarreikning 0325-13-110106 kt. 210911-2190.
Á eftir æfingu verður slegið upp grillpartí þar sem Tómas Þóroddsson ætlar að gefa pylsurnar, Guðnabakarí og Almar Bakari gefa pylsubrauðin og Bónus gefur annað sem þarf á pylsurnar. Icelandic Glacial Water gefur þátttakendum vatnsflöskur og Mjólkursamsalan gefur Hleðslu og Kókómjólk.