Í upphafi þessa mánaðar tók Guðbjörg Arnardóttir við embætti sóknarprests í Selfossprestakalli, en hún þjónaði áður í Odda á Rangárvöllum.
Að sögn Guðbjargar felst ákveðinn munur í því að vera prestur í stórri sókn eins og á Selfossi eða í nokkru minni sókn eins og Oddaprestakalli.
„En ég er ekki búin að læra hver munurinn er. Sóknarbörnin eru fleiri á Selfossi og þar af leiðandi eru athafnirnar fleiri og messað er á hverjum sunnudegi. En á báðum stöðum er gott fólk sem hugsar vel um kirkjurnar sínar,“ segir Guðbjörg.
Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu