Eystri-Rangá heldur áfram að skila 25 til 30 löxum á dag og er dreifingin nokkuð góð á milli svæða. Þá er rosalegur gangur á svæðum 1 og 2 í Stóru-Laxá.
Í Eystri-Rangá virðist sem laxinn sé einni til tveimur vikum fyrr á ferðinni en í venjulegu ári, enda eru veiðitölur síðustu daga áþekkar tölum sem sjást vanalega á tímabilinu 15. til 20. júlí.
Í Stóru-Laxá eru yfir 50 laxar komnir á land en þar er rosalegur gangur á svæðum 1 og 2. Í vikunni setti einn veiðimaður í átján laxa og landaði níu þeirra.