Góð veiði í Ölfusá

Góð veiði hefur verið í Ölfusá síðustu daga og er laxafjöldi sumarsins það sem af er orðinn talsvert meiri en í allt fyrrasumar.

Í gærkvöldi voru 167 laxar komnir á land en þeir voru 118 allt sumarið 2014.

Í Ytri-Rangá og vesturbakka Hólsár hefur orðið gríðarlegt stökk í veiði frá fyrra sumri. Á miðvikudagskvöld voru 959 laxar komnir á land en þeir voru um 300 á sama tíma í fyrra.

Eystri-Rangá er komin í 332 laxa sem er lakara en í fyrrasumar. Í Affalli í Landeyjum eru komnir 12 laxar og 9 í Stóru-Laxá en áin virðist vera að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun.

Fyrri greinUniJon mæta á Bókamarkaðinn
Næsta greinHálf milljón safnaðist í kótelettusölu