Skömmu fyrir jól bárust heilsugæslunni í Laugarási góðar gjafir frá Lionsklúbbnum Dynk og Oddnýju Kristínu Jósefsdóttur á Brautarhóli.
Miðvikudaginn 17. desember komu félagar úr Lionsklúbbnum Dynk í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, færandi hendi til heilsugæslunnar og færðu henni 150 þúsund krónur. Féð rennur í gjafasjóð heilsugæslunnar sem verður nýttur til tækjakaupa.
Föstudaginn 19. desember færði Oddný Kristín heilsugæslunni gjafir í tilefni sextugsafmælis síns í september síðastliðnum. Það var stafræn myndavél og bók um snemmtæka íhlutun í málþroska barna.