Í gær héldu vaskir félagar tónleika fyrir heimilis- og starfsfólk á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.
Þetta voru þau Pálmar Ólason, ættaður frá Skógum og Barkastöðum, Margrét Sigurðardóttir, frá Barkastöðum, Ísólfur Gylfi Pálmason, Ómar Halldórsson, Gunnar Guðmundsson, Jón Smári Lárusson, Haukur G. Kristjánsson, Grétar Þorsteinsson, fyrrverandi forseti ASÍ, lék á píanó en hann er ættaður frá Fróðholti. Dieter Weischer, íbúi á Kirkjuhvoli, tók fram trommuna sína og spilaði með hópnum.
Ljóst var að tónleikarnir þóttu hin mesta skemmtun og tóku áhorfendur undir í flestum lögum.
Það er löng hefð fyrir þessum tónleikum, bæði fyrir jól og á vorin. Það voru þeir heiðursmenn Tómas Grétarsson, Guðjón Tómasson, Halldór Eyjólfsson og Pálmi Eyjólfsson sem byrjuðu og nú hefur næsta kynslóð tekið við.