Í Hveragerði er heimilissorp flokkað í þrjár tunnur og sú aðferð gengið vel en meira en helmingur sorps fer í endurvinnslu.
Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, hefur flokkunin í Hveragerði hefur gengið afar vel. Árið 2010 fór rétt rúmlega helmingur alls sorps frá heimilum í endurvinnslu. 28% fór í lífrænu tunnuna, 23% í grænu tunnuna og 49% í þá gráu.
Við hverja íbúð eru þrjár tunnur. Grá tunna fyrir óendurvinnanlegan úrgang, græn tunna er fyrir endurvinnanleg efni og brún tunna sem eingöngu er ætluð undir lífrænan úrgang sem settur er í lífræna maíspoka.
Úrgangurinn úr brúnu tunnunni er notaður til moltugerðar og stóðu vonir til að moltan myndi nýtast fyrir íbúa og sveitarfélagið sem jarðvegsbætir. Að sögn Aldísar hefur slíkt því miður enn ekki verið hægt því komið hefur í ljós að alltof mikið slæðist með af plasti og öðrum aukaefnum í lífræna úrganginn.