Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár eru nú í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiárnar en þar hafa komið 2.111 laxar á land.
Eystri-Rangá kemur þar strax á eftir með 1.726 laxa.
Um hundrað laxar veiðast á dag í Rangánum en ekki er mikið af stórlöxum í ánni. Þó veiddist 15 punda hængur í Rangárflúðum á laugardagskvöld.
Veiðiréttarhafar eru ánægðir með veiðina það sem af er sumri en árnar eiga ennþá eftir að toppa og nægur tími er eftir af veiðitímabilinu.