Góð þátttaka var í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem fór fram í gær. Alls greiddu rúmlega 1.100 einstaklingar atkvæði sem lætur nærri að 35% félagsmanna hafi tekið þátt.
Talning hefst kl. 9:00 í dag og verða úrslit kynnt kl. 17:00 á Hótel Selfoss.