Umfangsmiklar breytingar hafa staðið yfir á þjónustustöð N1 í Hveragerði síðustu misseri en síðastliðinn föstudag opnaði N1 Ísey Skyrbar á þjónustustöð sinni í Hveragerði.
Það er sjötti Ísey staðurinn sem opnar hjá N1. Í Hveragerði er sama fyrirkomulag og á öðrum stöðum að hægt er að sitja inn á þjónustustöðvunum og njóta þess mikla úrvals sem Ísey Skyr Bar býður upp á.
Á sama tíma var opnaður samloku- og safastaðurinn Djúsí by Blackbox við hlið Ísey Skyr Bar. N1 hefur markvisst unnið að því að auka fjölbreytni í sölu á hollum og næringarríkum matvælum og drykkjum og í tilkynningu frá félaginu segir að Ísey og Djúsí falla vel inn í þann flokk.
„Við höfum fengið fyrirspurnir um Ísey Skyr Bar á þjónustustöðvum okkar úti á landi og þær viðtökur sem þeir frábæru og hollu réttir sem þar eru í boði hafa hlotið hvöttu okkur til að flýta framkvæmdum og nú verður loks hægt að njóta varanna frá Ísey Skyr Bar í Hveragerði, sem er mikið fagnaðarefni,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.