GOGG hækkar tómstundastyrkinn

Sundlaugin á Borg í Grímsnesi. Ljósmynd/GOGG

Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hefur samþykkt að hækka lýðheilsu- og tómstundastyrki í sveitarfélaginu í 50 þúsund krónur.

Í Grímsnes- og Grafningshreppi fá foreldrar eða forráðamenn barna á aldrinum 5-18 ára styrk fyrir íþrótta- eða tómstundastarf hvers barns auk þess sem eldri borgarar, 67 ára og eldri, fá styrk til að stunda íþrótta-, tómstunda- eða menningarstarf.

Einnig geta ungmenni í framhaldsskóla nýtt sér styrkinn til kaupa á árskortum í líkamsrækt.

Hækkunin tekur strax gildi og er fyrir allt árið 2020.

Fyrri greinHamar tapaði heima
Næsta greinBitlausir Selfyssingar fóru tómhentir heim