E-listi óháðra lýðræðissinna vann stórsigur í Grímsnes- og Grafningshreppi og fær fjóra hreppsnefndarfulltrúa af fimm og 67,31% atkvæða.
E-listinn fékk 175 atkvæði og G-framboðslisti um framsýni og fyrirhyggju 85 atkvæði. Á kjörskrá voru 335 og talin hafa verið 264 atkvæði. Kjörsókn liggur ekki fyrir.
Kjörnir fulltrúar í hreppsnefnd eru:
1. Ása Valdís Árnadóttir, E-lista
2. Björn Kristinn Pálmarsson, E-lista
3. Bjarni Þorkelsson, G-lista
4. Smári Kolbeinsson, E-lista
5. Ingibjörg Harðardóttir, E-lista
Næst inn er Ragnheiður Eggertsdóttir, G-lista, og vantaði hana 3 atkvæði til þess að fella Ingibjörgu.