Golfklúbbar kæra GOGG

Golfklúbbur Kiðjabergs og Golfklúbbur Öndverðaness hafa sameiginlega sett fram stjórnsýslukæru á hendur Grímsnes- og Grafningshreppi.

Kæran, sem send var til innanríkisráðuneytisins í nóvember, var sett fram vegna ákvörðunar sveitastjórnar um að leggja fram fjármagn til framkvæmda á 18 holu golfvelli á Minni-Borg.

Golfklúbbarnir vilja að ráðuneytið felli úr gildi ákvörðun sveitarstjórnarinnar um að ráðast í framkvæmdirnar. Jafnframt vilja klúbbarnir að ákvörðun sveitastjórnar taki ekki gildi á meðan málið er til meðferðar.

Nánar í Sunnlenska fréttablaðinu PANTA ÁSKRIFT

TENGDAR FRÉTTIR:
Golfvöllurinn verður seldur

Fyrri greinTvö skautasvell á Selfossi
Næsta greinHvíta húsið í hátíðarskapi