Golfklúbburinn fékk umhverfisverðlaun

Golfklúbbur Hveragerðis fékk umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar í ár fyrir uppbyggingu á Golfvellinum í Gufudal. Umhverfisráðherra afhenti verðlaunin í gær á Reykjum í Ölfusi.

Golfvöllurinn í Gufudal er um margt sérstakur en þar hefur fjöldi sjálfboðaliða lagt hönd á plóg við uppbyggingu vallarins á undanförnum árum. Gufudalsvöllur er einn fallegasti golfvöllur landsins, vel hirtur og fjölbreyttur í landslagi. Hann er líklega eini golfvöllurinn í heiminum sem státar af hver sem torfæru en kylfingar á 1. braut verða að slá varlega í kringum hverinn þar.

Þeir Erlingur Arthúrsson, formaður GHG og Hafsteinn Hafsteinsson, vallarstjóri tóku við verðlaununum, áletruðum steini auk þess sem þeir fengu fjallareyni til að gróðursetja á vellinum.

Fyrri greinHreinsunarstarf gekk vel í gær
Næsta greinÖskumistur í norðvestur