Upp úr klukkan sjö í kvöld voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna hóps af göngufólki sem er í sjálfheldu á Kattarhrygg austan við Bása í Þórsmörk.
Ein kona í hópnum er slösuð á fæti og hópurinn treystir sér ekki lengra. Kattarhryggur eru hluti af gönguleiðinni á Fimmvörðuhálsi, þeir eru mjóir fjallshryggir og mikill bratti sitthvoru megin.
Sjúkraflutningamenn og hópar af björgunarsveitarfólki frá Hvolsvelli og Hellu, ásamt björgunarsveitarfólki sem statt var í Þórsmörk er á leiðinni á vettvang.