Göngukona fannst eftir stutta leit

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út uppúr klukkan 17:00 í dag til leitar að göngukonu sem varð viðskila við ferðafélaga sinn undir Eyjafjöllum.

Gott veður var á svæðinu og sá konan til Vestmannaeyja og gat gefið aðrar upplýsingar í síma þannig að hægt var að staðsetja hana nokkurn veginn.

Göngukonan fannst síðan eftir stutta leit á Hamragarðaheiði við rætur Eyjafjallajökuls.

Fyrri grein„Stelpurnar fundu Selfosshjartað aftur“
Næsta greinValorie hætt með Selfossliðið