Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka tímabundið gönguleið sem liggur frá neðra bílastæði að fossbrún Gullfoss.
Að vetrarlagi geta skapast hættulegar aðstæður vegna hálku og snjóalaga. Því er stígnum lokað í öryggisskyni þar til aðstæður verða betri.
Skilti á fjórum tungumálum hafa verið sett upp til upplýsinga um að stígurinn sé lokaður vegna hættu, segir á vef Umhverfisstofnunar.