Rétt fyrir klukkan sex í dag voru björgunarsveitir í Árnessýslu, og frá Hellu og Hvolsvelli, boðaðar út vegna göngumanns í vanda austur af Hofsjökli.
Maðurinn var á göngu yfir hálendið og óskaði sjálfur eftir aðstoð.
Björgunarsveitarfólk lagði af stað á breyttum jeppum, snjósleðum og snjóbílum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og fann hún manninn um klukkan 19:00.
Maðurinn var í nokkurri hæð en hafði komið sér fyrir og beið átekta.
Um 40 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru komin af stað í aðgerðinni. Sökum erfiðrar staðsetningar, utan alfaraleiðar, þótti öruggast að boða fleiri en færri ef leita þyrfti að manninum. Gríðalegur kuldi hefur verið á þessum slóðum og mældist til að mynda rúmlega 20 stiga frost í Veiðivötnum í dag. Mikill kuldi er einn af verstu óvinum slasaðra einstaklinga.
Ekki er vitað um líðan mannsins.
UPPFÆRT KL. 19:40