Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út fyrir skömmu vegna fjögurra göngumanna sem eru í sjálfheldu við Gígjökul sem gengur norður úr Eyjafjallajökli.
Liðsmenn björgunarsveitanna hafa komið auga á mennina en leiðin að þeim er afar erfið yfirferðar. Óskað hefur verið eftir aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór í loftið um klukkan 15:40. Um borð í þyrlunni eru þrír undarfarar frá björgunarsveitum af höfuðborgarsvæðinu sem eru sérhæfðir fjallabjörgunarmenn.