Göngustíg að Gullfossi lokað

Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka tímabundið gönguleið sem liggur frá neðra bílastæði við Gullfoss að fossbrún hans líkt og undanfarin ár.

Hættulegar aðstæður geti skapast á gönguleiðinni að vetrarlagi vegna hálku og snjóalaga.

„Því er stígnum lokað í öryggisskyni þar til aðstæður verða betri. Skilti á fjórum tungumálum verða sett upp til upplýsinga um að stígurinn er lokaður vegna hættu. Umhverfisstofnun beinir þeim tilmælum til ferðamanna og ferðaþjónustuaðila að virða lokunina og minnka þannig hættu á slysum,“ segir á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Slys varð við fossinn í gær þar sem ferðamaður rann í hálku og fótbrotnaði.

Fyrri greinTöpuðu í baráttunni um Suðurland
Næsta greinSelfoss mætti ofjörlum sínum