Gosið í Eyjafjallajökli virðist aftur orðið kröftugt öskugos eins og í upphafi, mikill öskustrókur hefur risið upp frá eldstöðvunum í gær og í nótt.
Krafturinn í sprengigosinu hefur verið mikill og stöðugur, sprengivirkni hefur farið vaxandi. Almannavarnanefnd fundar um stöðuna í dag.
Gosmökkurinn var hæstur um klukkan hálf átta í gærkvöld, eða um tíu og hálfur kílómetri, í nótt hefur hann verið 6-7 kílómetra hár.