Ekki var talin ástæða til þess að lýsa formlega yfir goslokum á fundi Vísindamannaráðs Almannavarna fyrr i dag.
Víðir Reynisson, yfirmaður Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir þó í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að ekki séu miklar líkur á því að í Eyjafjallajökli verði atburðir án fyrirvara. „Við erum að meta þetta og munum skoða í sameiningu við okkar viðbragðsaðila,“ segir Víðir.
Víðir segir að jökullinn sé hættulegur yfirferðar og að áfram verði lagst gegn því að umferð verði hleypt aftur á þau svæði sem hafi verið skilgreind sem bannsvæði.
Þetta kom fram á Vísi