
Mikil sýnileg gosmóða er nú yfir Suðurlandi. Loftgæði eru þó víðast hvar í lagi þessa stundina, nema í austurbæ Selfoss.
Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlæg eða breytilegri átt í dag, þannig að gasmengunar gæti orðið víða vart á suðvesturhorninu. Á morgun snýst í suðlæga átt og mun þá gasið blása til norðurs.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að talsverð óvissa sé með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum á vefnum loftgaedi.is.