Gosmökkurinn yfir Eyjafjallajökli er heldur lægri í dag en í gær. Hann hefur verið í um 5-6 km hæð samkvæmt veðurratsjá og athugunum frá flugmönnum.
Tilkynningar um öskufall hafa komið frá Flúðum, úr Fljótshlíð, Rangárþingi Ytra, Húsavík og Skagafirði en þar varð vart ösku samfara regni sem féll rétt fyrir hádegið.
Rúmlega tuttugu eldingar hafa mælst á eldingamælum bresku veðurstofunnar frá miðnætti og fram á miðjan dag og er það mun minna en í gær.