Google er búið að setja íslenskar götur á landakortið hjá sér eftir myndatökur með tveimur sérhönnuðum bílum í sumar. Hluti myndanna frá Selfossi eru teknar á Sumar á Selfossi-helginni.
Þannig má til dæmis sjá íbúa Dranghóla í götugrilli laugardagskvöldið 10. ágúst. Lesendur sunnlenska.is sem rekast á skemmtilegar myndir eða uppákomur á götumyndunum mega endilega senda ábendingar um þær á netfrett@sunnlenska.is.
Myndirnar eru hluti af svokallaðri Street View þjónustu Google, en þar gefst fólki að skoða hverja staðsetningu í öllum götum með því að draga gula kallinn, efst á aðdráttarslánni, inn á götukortið.
Heimsbyggðin öll getur nú skoðað hversu snyrtilegt er í Beverly Hills á Selfossi. Ljósmynd/google.com
Svanur Ingvarsson er nú orðinn heimsfrægur en Google náði mynd af honum á Tryggvagötunni. Ljósmynd/google.com
Lágengið er vel skreytt og útlendingar munu eflaust fjölmenna á Selfoss til þess að skoða broskallahúsið. Ljósmynd/google.com
CocaCola fær góða auglýsingu þar sem kíkt er inn í garðinn á Engjavegi 45. Ljósmynd/google.com
Best skreytta húsið á Sumar á Selfossi 2013 er nú orðið ódauðlegt á vefnum. Ljósmynd/google.com
Íbúar Lóurimans toppa Dranghólana með sinni götugrillsmynd. Ljósmynd/google.com