Grafarréttum frestað

Réttum í Grafarrétt í Skaftártungu hefur verið frestað um viku vegna veðurspár. Réttardagur verður því 18. september.

Aðrir réttardagar á Suðurlandi eru þessir:

Hrunaréttir í Hrunamannahreppi, föstudag 10. sept.
Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, föstudag 10. sept.
Fossrétt á Síðu, föstudag 10. sept.

Reykjaréttir á Skeiðum, laugardag 11. sept.
Skaftárrétt í Skaftárhreppi, laugardag 11. sept.
Tungnaréttir í Biskupstungum, laugardag 11. sept.

Grafarrétt í Skaftártungu, laugardag 18. sept.
Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, laugardag 18. sept.
Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, laugardag 18. sept.
Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum, laugardag 18. sept.

Haldréttir í Holtamannaafrétti, sunnudag 19. sept.
Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, sunnudag 19. sept.
Selvogsrétt í Selvogi, sunnudag 19. sept.

Selflatarrétt í Grafningi, mánudag 20. sept.
Ölfusréttir í Ölfusi, mánudag 20. sept.

Landréttir við Áfangagil, fimmtudag 23. sept.

Fyrri greinVitnisburður viðskiptaráðherra
Næsta greinVillingaholtsvegur lokaður