Bílstjóri erlendrar langferðabifreiðar sem uppvís varð af því að losa úr frárennslistanki bifreiðarinnar í vegkanti við Selfoss sl. mánudag var yfirheyrður í gær í gegnum síma, með aðstoð túlks.
Maðurinnn viðurkenndi brot sitt og með aðstoð lögreglunnar á Egilsstöðum var honum boðið að ljúka málinu með því að gangast undir 150 þúsund króna sektargerð vegna brots á 18. gr. reglugerð um lögreglusamþykktir.
Bílstjórinn féllst á þessi málalok og vildi taka sérstaklega fram hversu leitt honum þætti að þetta hafi gerst, um mistök hans hafi verið að ræða.