Gríðarhvasst við Landeyjahöfn

Gríðarlega hvasst er við veginn niður í Landeyjahöfn, mikið sandfok og hætta á skemmdum á bifreiðum.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, beinir þeim tilmælum til vegfarenda sem leið eiga í og úr Herjólfi að aka frekar eftir Austur-Landeyjavegi að Bakkaflugvelli og þaðan í Landeyjahöfn.

Fyrri greinForáttuveður undir Eyjafjöllum
Næsta greinÞök negld niður í Hveragerði