Gríðarlegar þrumur og eldingar hafa verið á Suðurlandi í hádeginu. Lætin eru slík að mörgum er um og ó, ef marka má samfélagsmiðlana.
Í hádegisfréttum RÚV kom fram í viðtali við veðurfræðing, að þar á bæ ættu menn ekki von á eldingum. Á meðfylgjandi korti má sjá hvar eldingar hafa mælst, rauðu punktarnir tákna eldingu.
Ekki hafa borist neinar fréttir af tjóni í hvassviðrinu í morgun, utan hvað þakplötur fuku af húsi í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi.
Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan 20-28 m/s og talsverð rigning á Suðurlandi í dag, hvassast við ströndina. Dregur talsvert úr vindi og úrkomu síðdegis, 10-18 og skúrir í kvöld. Hægari í nótt, suðlæg átt 3-10 og stöku skúrir eða él á morgun. Hiti 3 til 7 stig, en 1 til 5 á morgun.