Loftgæðamælir á Hvolsvelli sýnir að svifryk þar er langt yfir heilsuverndarmörkum. Nú kl. 10 sýndi mælirinn að svifryk í andrúmsloftinu er 2.031,0 µg/m³ .
Ekki er öskufall á Hvolsvelli en gríðarlegt ryk er í loftinu. Til samanburðar eru heilsuverndarmörk fyrir sólarhring 50 µg/m³ (míkrógrömm á rúmmeter).
Mælirinn á Hvolsvelli sýnir 30 mínútna meðaltal og hæsta gildi hans í gær var 1.377,0 µg/m³ kl. 16:30. Nú kl. 10 var meðaltal síðustu 30 mínútna 2.031,0 µg/m³ .
Færanlegum loftgæðamæli Reykjavíkurborgar hefur verið komið fyrir á Hvolsvelli og má fylgjast með tölum úr honum á www.loft.reykjavik.is