Gríðarlegt eldingaveður á Suðurlandi

Bjarmi af eldingu í Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gríðarlegt eldingaveður gekk yfir Suðurland nú undir kvöld samhliða skilunum sem gengu inn á landið. Rafmagnstruflanir urðu í skamma stund í Hveragerði og á Selfossi.

Samkvæmt heimildum sunnlenska.is muna elstu menn ekki annan eins fjölda af skruggum á jafn skömmum tíma.

Eldingum laust niður í Sogslínu 3 og Búrfellslínu 3 en ekkert rafmagnsleysi varð af þessum völdum. Þá fóru Lækjartúnslína 1, sem liggur á milli Lækjartúns og Kolviðarhóls, og Selfosslína á milli Selfoss og Ljósafoss fóru út í skamma stund en línurnar eru báðar komnar inn aftur.

Leela-eldingamæligögn frá bresku veðurstofunni. Rauðu punktarnir eru eldingar dagsins í dag.

Veðrið er byrjað að ganga niður vestast á landinu, en enn er að hvessa fyrir austan. Veðrið náði hámarki á Suðurlandi á milli klukkan 18 og 19 og voru hviður víða milli 30 – 38 m/sek.

Fyrri greinRafmagnslaust í Landbroti
Næsta greinSkólahald fellur niður