Hátíðin Grímsævintýri verður haldin á Borg í Grímsnesi næstkomandi laugardag, þann 10. ágúst á milli klukkan 13 og 17.
Að vanda verður þétt og skemmtileg dagskrá, tombólan fræga verður á sínum stað og markaður með handverk og mat.
Grímsævintýrin hafa verið haldin frá árinu 2010 hátíðin varð til í kringum árlegu tombóluna sem Kvenfélag Grímsneshrepps hefur haldið árlega frá árinu 1919 þar sem allur ágóðinn af henni hefur farið í góð málefni.
Tilvalið er að mæta með fjölskylduna á Borg laugardaginn 10. ágúst þar sem krakkarnir geta leikið sér í hoppuköstulunum, í leikjum á íþróttasvæðinu og mögulega fengið að fara á hestbak. Svo er alltaf jafn spennandi að kíkja í vinningapokann á tombólunni – engin núll.