Vegna fjölgunar kórónuveirusmita í samfélaginu síðustu daga hefur grímuskylda aftur verið tekin upp á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, frá og með deginum í dag.
Að sögn Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU, virðist faraldurinn vera að taka við sér aftur því um 200 ný smit eru nú að greinast daglega innanlands og inniliggjandi sjúklingum með COVID-19 fjölgar einnig.
HSU bregst við þessu með því að allir starfsmenn og gestir skulu bera grímu á starfsstöðvum HSU frá. Þá verður heimsóknartími takmarkaður við einn gest til hvers sjúklings.