Grímuskylda tekin upp á HSU

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í gær var grímuskylda tekin upp á bráðamóttöku, lyflækninga- og göngudeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Öllum skjólstæðingum, heimsóknargestum og öðrum utanaðkomandi aðilum skylt að bera grímu á deildunum.

Sömu reglur voru teknar upp á Landspítalanum í gær en þar hefur kórónuveiran skotið upp kollinum á átta deildum og breiðst hratt út á nokkrum þeirra á síðustu dögum.

Skjólstæðingar með öndunarfæraeinkenni skulu undantekingarlaust bera grímu á öllum starfsstöðvum HSU. Í tilkynningu frá HSU er minnt á mikilvægi handhreinsunar sem sé einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að rjúfa smitleiðir.

Þessar ráðstafanir verða endurskoðaðar í lok mánaðar.

Fyrri greinHamarsmenn í Evrópukeppni
Næsta greinAuðverk bauð lægst í gatnagerð