2.3 C
Selfoss
Föstudagur 24. janúar 2025
Heim Fréttir Grímuskylda tekin upp í ML

Grímuskylda tekin upp í ML

Ljósmynd/ml.is

Grímuskylda hefur verið tekin upp í Menntaskólanum að Laugarvatni. Var sú ákvörðun tekin í kjölfar fundar með Mennta- og menningarmálaráðherra þann 20. september þar sem boðað var til hertra sóttvarnaraðgerða í framhaldsskólum.

Nemendur eru hvattir til þess að gæta sérstaklega vel að handþvotti og fjarlægðarmörkum en í tilkynningu á vef skólans segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari, að vel hafi gengið að virða grímuskylduna undanfarna daga og nemendur og kennarar taka þessu af æðruleysi og samvinnufýsi.

Grímuskyldan á einnig við í sameiginlegum rýmum á heimavist. Að sögn Jónu Katrínar brugðust heilbrigðisyfirvöld hratt og vel við grímumálum en Landspítalinn lætur skólanum grímur í té.

Fyrri greinNeysluskammtar fundust í vösum ökumanns
Næsta greinSjö ferðamenn á hraðferð