Mikið grjótfok er við Svaðbælisá undir Eyjafjöllum, sem getur valdið miklum skemmdum á ökutækjum.
Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli eru björgunarsveitamenn á svæðinu að aðstoða bændur vegna veðurs.
Mjög hvasst hefur verið á Suðurlandi í nótt og mældist vindhraði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum 35,8 metrar á sekúndu fyrir stundu.