Töluvert grjóthrun varð í Lómagnúpi í síðustu viku. Mikið af grjóti hefur hrunið úr afmörkuðu svæði efst í austurhlið Lómagnúps og fallið niður snarbratta hlíðina.
Önnur mynd af hlíð Lómagnúps er í myndasafninu hér til hægri.
UPPFÆRT KL. 15:22: Skriðan féll fyrr í vikunni en ekki í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum frá Ívari Erni Benediktssyni, nýdoktor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.