Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 16. september og mun Sveitarfélagið Árborg taka þátt í samstarfi við góða aðila.
Skólabörnin í BES á Stokkseyri munu í samstarfi við bæjarstjórn Árborgar gróðursetja tré í Þuríðargarði sem staðsettur er rétt við skólabygginguna á Stokkseyri. Gróðursetningin fer fram kl. 11:30 og er öllum velkomið að mæta.
Síðan kl. 17:00 ætlar Skógræktarfélag Selfoss að bjóða til göngu í Hellisskógi en þar hafa verið miklar stígaframkvæmdir sl. ár ásamt því að nokkrum æfingatækjum hefur verið komið fyrir á gönguleiðunum. Félagar í skógræktarfélaginu stýra göngunni og er mæting á hlaðinu fyrir innan hliðið inn í Hellisskóg.
Sveitarfélagið gróðusetti á þessum degi í fyrra tré í Hallskoti við Eyrarbakka í samstarfi við Skógræktarfélag Eyrarbakka.